Herjólfur flytur sjálfboðaliða

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Frítt verður með Herjólfi á laugardag fyrir Vestmannaeyinga sem vilja fara undir Eyjafjöll og taka þar þátt í hreinsunarátaki. Ferðin verður í boði Herjólfs. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur alla Eyjamenn til að taka þátt í átakinu, samkvæmt frétt Eyjafrétta.

Farið verður frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 á laugardagsmorgun og aftur til baka um kvöldið kl. 19.30. Rútur munu flytja fólkið undir Eyjafjöll og aftur í Þorlákshöfn. Tekið er við skráningum í ferðina í þjónustuveri ráðhúss Vestmannaeyja, sími 488 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka