Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson fékk tvö kúlulán upp á 440 milljónir króna í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig að lánveitandi Jóns Ásgeirs sé óþekktur. Lánin eru til tíu ára og ber að greiða með einni afborgun 31. desember 2020. Þau eru með veði í tveimur fasteignum.

Að því kom fram í frétt Stöðvar 2 hefur fréttastofan undir höndum gögn sem staðfesta lánveitinguna. Um er að ræða tvö veðskuldabréf, óverðtryggð á meðalvöxtum. Þau eru með veði í fasteignum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Eignirnar eru, að sögn Stöðvar 2, yfirveðsettar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka