Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son fékk tvö kúlu­lán upp á 440 millj­ón­ir króna í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 og einnig að lán­veit­andi Jóns Ásgeirs sé óþekkt­ur. Lán­in eru til tíu ára og ber að greiða með einni af­borg­un 31. des­em­ber 2020. Þau eru með veði í tveim­ur fast­eign­um.

Að því kom fram í frétt Stöðvar 2 hef­ur frétta­stof­an und­ir hönd­um gögn sem staðfesta lán­veit­ing­una. Um er að ræða tvö veðskulda­bréf, óverðtryggð á meðal­vöxt­um. Þau eru með veði í fast­eign­um í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, eig­in­konu Jóns Ásgeirs. Eign­irn­ar eru, að sögn Stöðvar 2, yf­ir­veðsett­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert