Nálar í öskunni og gróðurinn af stað

Hinar grænu nálar eru harðgerar og stinga sér sigurvissar upp …
Hinar grænu nálar eru harðgerar og stinga sér sigurvissar upp úr öskunni. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson

Gróðurnálar eru farnar að stinga sér upp úr ösku sem liggur yfir túnum undir Eyjafjöllum. Á þeim svæðum sem hafa verið hreinsuð er gróður kominn ótrúlega vel af stað.

Þetta segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sem í gær kannaði stöðuna á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. „Í úthaga er gróður kominn miklu skemmra á veg,“ segir Sveinn.

Hann telur líklegt að bændur undir Eyjafjöllum, sem gjarnan hefja heyskap viku af júní, fari af stað á svipuðum tíma og vanalega, ef ekki kemur meiri aska, þó hey sem fæst af túnum sem gjóska liggur yfir verði kannski ekki lystug taða.

Sjá nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert