Neyðarblysi skotið við höfnina

Í Reykjavíkurhöfn.
Í Reykjavíkurhöfn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landhelgisgæslan var kölluð út þegar neyðarblysi var skotið upp nálægt Reykjavíkurhöfn í nótt. Sáu margir blysið og létu vita, en fyrst um sinn var ekki nákvæmlega ljóst hvar því hefði verið skotið upp.

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga var gengið úr skugga um að blysinu hefði ekki verið skotið upp úti á sjó, en talið er að einhver hafi gert það á landi, í námunda við höfnina.

Bannað er að skjóta neyðarblysum upp að tilefnislausu, enda dregur það úr áhrifum þeirra þegar raunveruleg hætta er á ferðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert