Rannsóknarnefnd fari yfir stjórnsýslu í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. Rax / Ragnar Axelsson

Áheyrn­ar­full­trúi Vinstri grænna í bæj­ar­ráði Kópa­vogs vill að fimm manna nefnd óháðra sér­fræðinga rann­saki aðdrag­anda, or­sak­ir og af­leiðing­ar efna­hags­hruns­ins á bæj­ar­fé­lagið og fjár­hag þess. Til­lag­an var flutt í bæj­ar­ráði í dag en af­greiðslu henn­ar frestað til næsta fund­ar.

Í til­lög­unni seg­ir að rann­sókn­ar­nefnd­in eigi að kanna:

  • Stjórn­sýslu bæj­ar­ins og aðkomu stjórn­mála­manna að fjár­hags­leg­um ákvörðunum á und­an­förn­um árum.
  • Hvort ein­stak­ir aðilar, s.s. verk­tak­ar, bank­ar og fyr­ir­tækja­sam­steyp­ur hafi fengið óeðli­lega fyr­ir­greiðslu.
  • Hvort fjár­sterk­ir aðilar hafi beint eða óbeint haft áhrif á póli­tísk­ar og stjórn­sýslu­leg­ar ákv­arðanir.
  • Hvort fjár­sterk­ir aðilar hafi hagn­ast á tengsl­um við bæ­inn og ein­staka emb­ætt­is­menn eða bæj­ar­full­trúa.
  • Hvort ein­stak­ir emb­ætt­is­menn, bæj­ar­full­trú­ar eða fram­bjóðend­ur til bæj­ar­stjórn­ar hafi hag­nýtt sér per­sónu­lega eða í þágu síns flokks tengsl við fjár­sterka aðila sem átt hafa í viðskipt­um við bæj­ar­fé­lagið.

Auk þess á nefnd­in að koma með ábend­ing­ar og til­lög­ur að breyt­ing­um á lög­um, regl­um, vinnu­brögðum og skipu­lagi stjórn­sýslu bæj­ar­ins.

Verði til­lag­an samþykkt á rann­sókn­ar­nefnd­in að skila niður­stöðum sín­um fyr­ir 31. ág­úst nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert