Stjórnendur fyrirtækja andvígir ríkisstjórninni

Atvinnurekendur styðja almennt ekki ríkisstjórnina.
Atvinnurekendur styðja almennt ekki ríkisstjórnina. mbl.is/Kristinn

Tæplega 86% af stjórnendum 300 stærstu fyrirtækja landsins, sem svöruðu spurningum í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, styðja ekki ríkisstjórnina. Þá eru 54,4% stjórnenda á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið en 45,6% eru því hlynntir.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag, að stuðningur við stjórnvöld sé nokkuð breytilegur eftir stærð þeirra fyrirtækja sem stjórnendur starfa hjá. Minnstur sé stuðningurinn við stjórnvöld hjá fyrirtækjum með veltu frá milljarði upp í 10 milljarða á ári. Þar styðji aðeins 4,6% ríkisstjórnina en 95,4% eru á móti.

Af þeim sem eru með veltu yfir 10 milljörðum er 15% stuðningur við ríkisstjórnina en 85% styðja hana ekki. 

Samtals voru spurningar lagðar fyrir 354 stjórnendur í fyrirtækjunum
300. Af þessum svaraði 201 og því var svarhlutfall 56,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka