Styðja störf Þóru Kristínar

Merki Blaðamannafélags Íslands.
Merki Blaðamannafélags Íslands.

„Við undirrituð teljum fráleitt að deilur innan Blaðamannafélags Íslands beri vott um bresti Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur formanns, eða hennar persónulegu skoðanir,“ segja þrír stjórnamenn Blaðamannafélagsins í yfirlýsingu. Þeir lýsa fullum stuðningi við störf hennar hjá félaginu undanfarið ár.

„Stjórn Blaðamannafélagsins hefur verið óstarfhæf síðustu mánuði.  Er það mat okkar að framkvæmdastjóri félagsins hafi sýnt félaginu sjálfu og lögum þess einstaka lítilsvirðingu,“ skrifa þau Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður og Sólveig Bergmann og Svavar Halldórsson stjórnarmenn.

Þau harma að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hafi dregið framboð sitt til áframhaldandi formennsku í félaginu til baka.

Yfirlýsing þremenninganna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert