Þriðja prentun skýrslunnar

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum.

Prentuð verða 2000 viðbótareintök og er þess vænst að hið nýja upplag skýrslunnar komi í verslanir strax eftir helgi.

Fram kom í vikunni, að skýrslan er langsöluhæst bóka hér á landi frá áramótum, samkvæmt metsölulista bókaverslana. Samkvæmt sölutölum bóksala má ætla að hún verði áfram söluhæsta bókin fram eftir ári, ef ekki allt árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert