Þurfum að vera klár í þann bát

Gunnar Bragi Sveinsson í þverpólitískra vina hópi á Alþingi.
Gunnar Bragi Sveinsson í þverpólitískra vina hópi á Alþingi. Ómar Óskarsson

„Ég er ekki að segja að hér sé að verða nýtt bankahrun. En við þurfum að vera klár í þann bát ef til þess kemur," sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarmanna á Alþingi í dag.

Gunnar Bragi tók til máls í tilefni af því að Tryggvi Þór Herbertsson hafði fjallað um skuldakreppu Grikklands og annarra Evrópuríkja í ræðustóli.

„Það hefur mikið verið rætt um að skortur hafi verið á viðbragðsáætlun þegar bankahrunið átti sér stað," sagði Gunnar Bragi og vísaði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann spurði þingheim því hvort menn könnuðust við að ríkistjórnin væri að bregðast á einhvern hátt við þeirri umræðu. Hvort verið væri að vinna slíka áætlun.

„Ég held að svo sé ekki," sagði Gunnar Bragi.

Tryggvi Þór sagði fjallaði stuttlega um skuldakreppu evrusvæðisins og sagðist svo hafa velt því fyrir sér hvort þeir sem teldu að evran hefði bjargað Íslandi, ef hún hefði verið lögeyrir hér, hefðu mögulega skipt um skoðun í ljósi þessara tíðinda.

„Hvort ríkisstjórnin hefur eitthvað hugleitt þessa hluti eða hvort hún flýtur sofandi að feigðarósi," sagði Tryggvi. Fjármögnun yrði erfitt að fá á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert