Þurfum að vera klár í þann bát

Gunnar Bragi Sveinsson í þverpólitískra vina hópi á Alþingi.
Gunnar Bragi Sveinsson í þverpólitískra vina hópi á Alþingi. Ómar Óskarsson

„Ég er ekki að segja að hér sé að verða nýtt banka­hrun. En við þurf­um að vera klár í þann bát ef til þess kem­ur," sagði Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­manna á Alþingi í dag.

Gunn­ar Bragi tók til máls í til­efni af því að Tryggvi Þór Her­berts­son hafði fjallað um skuldakreppu Grikk­lands og annarra Evr­ópu­ríkja í ræðustóli.

„Það hef­ur mikið verið rætt um að skort­ur hafi verið á viðbragðsáætl­un þegar banka­hrunið átti sér stað," sagði Gunn­ar Bragi og vísaði í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Hann spurði þing­heim því hvort menn könnuðust við að rík­i­s­tjórn­in væri að bregðast á ein­hvern hátt við þeirri umræðu. Hvort verið væri að vinna slíka áætl­un.

„Ég held að svo sé ekki," sagði Gunn­ar Bragi.

Tryggvi Þór sagði fjallaði stutt­lega um skuldakreppu evru­svæðis­ins og sagðist svo hafa velt því fyr­ir sér hvort þeir sem teldu að evr­an hefði bjargað Íslandi, ef hún hefði verið lögeyr­ir hér, hefðu mögu­lega skipt um skoðun í ljósi þess­ara tíðinda.

„Hvort rík­is­stjórn­in hef­ur eitt­hvað hug­leitt þessa hluti eða hvort hún flýt­ur sof­andi að feigðarósi," sagði Tryggvi. Fjár­mögn­un yrði erfitt að fá á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert