Veltu bílnum við Akureyri – allir sluppu ómeiddir

Bíllinn endaði í skurði við veginn.
Bíllinn endaði í skurði við veginn.

„Auðvitað er krökk­un­um brugðið eft­ir þetta at­vik enda þó svo þau hafi sloppið ómeidd. Án nokk­urs vafa er það belt­un­um að þakka,“ seg­ir Helga Dögg Sverr­is­dótt­ir á Ak­ur­eyri. Hún er móðir 18 ára stúlku sem velti bíl sín­um á þjóðveg­in­um í Kræk­linga­hlíð, skammt norðan við Ak­ur­eyri, aðfaranótt sum­ar­dags­ins fyrsta.

Fjór­ir farþegar, auk bíl­stjóra, voru í bíln­um og sluppu all­ir án meiðsla. Krakk­arn­ir voru að koma af skemmt­un í Skagaf­irði þegar bíl­inn rann til í hálku og fór tvær og hálfa veltu ofan í skurð við veg­inn. Þau náðu að smokra sér út úr bíln­um og koma sér upp á veg. Þegar lög­regla og sjúkra­lið komu á vett­vang þótti nán­ast ótrú­legt að eng­inn skyldi slasast, nema hvað ein­hverj­ir eru blá­ir og marðir und­an bíl­belt­un­um.

Bíll­inn, sem er af gerðinni Nis­s­an, er ónýt­ur eft­ir velt­una. „Það hef­ur tekið tals­vert á krakk­ana okk­ar að aðfaranótt laug­ar­dags­ins varð al­var­legt bíl­slys á Suður­nesj­um þar sem tvær stúlk­ur lét­ust. Í því sam­hengi eru þau afar þakk­lát því að ekki fór verr,“ seg­ir Helga Dögg Sverr­is­dótt­ir. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert