Vill fund um skulduga bændur

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hefur óskað eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar Alþingis og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hið fyrsta til að ræða málefni skuldugra bænda.

Óskar Ásmundur Einar eftir því að fyrir fundinn verði kallaðir forsvarsvarsmenn viðskiptabankanna og að þeir geri grein fyrir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í þessum málum og fulltrúar bænda fari yfir sýn bænda á þessi mál.

Þá óskar Ásmundur Einar einnig eftir að fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kynni hvaða aðgerðir eða frumvörp séu í vinnslu af hálfu ráðuneytisins vegna bænda í fjárhagserfiðleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert