50 tonn á sekúndu upp úr toppgígnum

Eldgos í Eyjafjallajökli
Eldgos í Eyjafjallajökli Ragnar Axelsson

Kvikuflæðið upp úr gos­rás­inni í toppi Eyja­fjalla­jök­uls er lík­lega um 50 tonn á sek­úndu, eða um 20 rúm­metr­ar á sek­úndu, að sögn Ein­ars Kjart­ans­son­ar, jarðeðlis­fræðings á úr­vinnslu og rann­sókna­sviði Veður­stofu Íslands.

Þetta bygg­ir hann á rennsli vatns úr Gíg­jökli, sem hef­ur verið um 120 rúm­metr­ar á sek­úndu, að meðaltali síðan eft­ir há­degi á miðviku­dag. Hraunið bræðir jök­ul­inn og því er aukið rennsli úr hon­um. Ein­ar seg­ir að þetta sé miklu meira hraun­rennsli en sagt hef­ur verið koma upp og lík­legt sé að hraun­rennslið hafi verið veru­lega van­metið síðan í byrj­un síðustu viku.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli, sem blaðamaður ræddi við í morg­un er lítið skyggni á jök­ul­inn núna í morg­un og ekki hægt að sjá hversu mik­ill gosstrókur­inn er um sig í dag, en ekk­ert bend­ir til ann­ars en að gosið sé á svipuðu róli og það hef­ur verið síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert