Dragnót úthýst úr nokkrum fjörðum

Dragnótabátar. Dragnót þykir ekki fara vel með viðkvæm svæði.
Dragnótabátar. Dragnót þykir ekki fara vel með viðkvæm svæði. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið hef­ur unnið til­lög­ur um vernd­un grunn­slóðar í Önund­arf­irði, Hrútaf­irði/​Miðfirði, Húnafirði, Skagaf­irði og Seyðis­firði/​Loðmund­arf­irði. Til­gang­ur­inn er sá að treysta gunn­slóðir sem veiðisvæði smærri báta með um­hverf­i­s­vænni veiði sam­hliða vernd­un sjáv­ar­botns­ins og líf­rík­is­ins alls á þess­um svæðum.

Til­lög­urn­ar taka mið af því að veiðum með drag­nót verði haldið áfram á viss­um svæðum, en með breyt­ing­un­um ná­ist að fara bil beggja, þeirra sem vilja stöðva veiðar al­farið næst landi með dregn­um veiðarfær­um og þeirra sem vilja veiðar alls staðar í fló­um og fjörðum með drag­nót, allt til fjöru. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Til­lög­urn­ar eru unn­ar í til­efni af mikl­um fjölda álykt­ana frá heima­mönn­um og sveit­ar­stjórn­um á hverj­um stað og und­ir­skrift­um sem safnað hef­ur verið. Í þeim er tekið til­lit til þess sjón­ar­miðs að veiðum með ólík­um veiðarfær­um sem ekki fari sam­an, verði haldið aðskild­um með skipu­lögðum hætti.

Með til­lög­un­um fylg­ir sam­an­tekt um veiðar í drag­nót á hverju svæði fyr­ir sig, sem og kort, unnið á Haf­rann­sókna­stofn­un­inni, um veiðar inn­an þeirr­ar línu sem gerð er til­laga um að lokað verði fyr­ir drag­nót, einnig töfl­ur um veiði eft­ir árum á sömu svæðum eft­ir skrán­ing­ar­reit­um og und­ir­reit­um.

Óskað er eft­ir skrif­leg­um at­huga­semd­um frá sam­tök­um og hags­munaaðilum á viðkom­andi svæðum við til­lög­un­um.

Til­lög­ur þess­ar eru jafn­framt sett­ar á vefsvæði ráðuneyt­is­ins og er öll­um öðrum gef­inn kost­ur á því að koma á fram­færi at­huga­semd­um. All­ar til­lög­ur eða at­huga­semd­ir skulu ber­ast skrif­lega til ráðuneyt­is­ins fyr­ir 20. maí næst­kom­andi.

Á vef sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins má finna mun nán­ari út­skýr­ing­ar á til­lög­un­um, upp­drætti af fyr­ir­hugðum breyt­ing­um og upp­lýs­ing­ar um hvernig veiðum hef­ur verið háttað á viðkom­andi svæðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert