Ekki heimilt að gengistryggja

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur úr­sk­urðað að Lands­bank­an­um sé ekki heim­ilt að reikna fjár­hæð skuld­ar, sem bank­inn krafðist kyrr­setn­ing­ar á, með hækk­un vegna breyt­inga á gengi jens og sviss­nesks franka gagn­vart ís­lensku krón­unni. Miða verði við upp­haf­leg­an höfuðstól auk áfall­inna vaxta, en ekki megi reikna ann­ars kon­ar verðtrygg­ingu í stað gengisviðmiðunar.

Málið, sem kveðinn var upp úr­sk­urður í í morg­un, var höfðað vegna van­gold­inna skulda sem eng­ar trygg­ing­ar voru tald­ar vera fyr­ir. Krafðist bank­inn fyrst kyrr­setn­ing­ar á eign­um en breytti því síðan og krafðist gjaldþrota­skipta á fé­lag­inu sem átti í hlut, þar sem það ætti ekki fyr­ir skuld­um. Taldi bank­inn kröf­ur sín­ar nema um 850 millj­ón­um króna, en höfuðstóll lán­anna var í krón­um aðeins á fjórða hundrað millj­óna.

Vísaði dóm­ar­inn í úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá  12. fe­brú­ar, sem einnig fjallaði um gengisviðmiðun í lána­samn­ing­um og sagði þá niður­stöðu mjög skýrt orðaða. All­ir láns­samn­ing­ar sem um ræði hafi verið sett­ir fram í krón­um, en ekki er­lend­um gjald­miðlum, en teng­ing­in við er­lenda gjald­miðla aðeins verið form verðtrygg­ing­ar.

„Að þessu at­huguðu verður að miða við að upp­haf­leg­ur höfuðstóll skulda varn­araðila hafi verið 357.500.000 krón­ur og að hann hafi ekki hækkað,“ seg­ir í úr­sk­urðinum. Þar sem varn­araðil­inn í mál­inu, fé­lagið Þrá­inn ehf., taldi sig eiga eign­ir fyr­ir um 600 millj­ón­ir króna var kröfu bank­ans um gjaldþrota­skipti á fé­lag­inu hafnað.

Bank­inn var dæmd­ur til að greiða Þráni ehf. 300.000 krón­ur í máls­kostnað. Það var Jón Finn­björns­son héraðsdóm­ari sem kvað upp úr­sk­urðinn.

Dóm­ur­inn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert