Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði með einum eða öðrum hætti áhrif á líf 14% Bandaríkjamanna samkvæmt nýrri könnun Gallup. Ráða má af könnuninni að eldgosið hafi haft mest áhrif á áform íbúa á austurströnd Bandaríkjanna.
Fram kemur á heimasíðu Capacent Gallup, að áhrif eldgossins séu margvísleg. 1% aðspurðra sögðu gosið í Eyjafjallajökli hafa sett ferðaáætlanir sínar úr skorðum, 3% sögðu einhver önnur áform hafa raskast og 5% sögðu að viðskipti þeirra hefðu orðið fyrir truflunum vegna gossins.
Könnunin, sem birt var í dag,
var gerð dagana 24. og 25. apríl. Flug lá að mestu leyti niðri í Evrópu dagana 15. til 20. apríl.