Undirrituð var í gær undirrituð viljayfirlýsing á milli Hafnarfjarðarbæjar og Titan Global ehf. um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði. Fyrirhugað gagnaver verður allt að 40 þúsund fermetrar að stærð.
Lóðin sem gagnaverið fær er nær 55 þúsund fermetrar og er í 1. áfanga Kapelluhrauns. Nánari rannsóknir þurfa að fara fram áður en endanleg staðsetning er ákveðin, segir á vefsetri Hafnarfjarðarbæjar.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir uppbyggingu gagnavers í landi Hafnarfjarðarbæjar fara saman við markmið sveitarfélagsins um fjölbreytta atvinnuskapandi starfsemi og fagnar samstarfinu við Titan Global ehf. „ Það eru fleiri fyrirtæki sem hafa sýnt því áhuga að fá lóð undir gagnaver hér í Hafnarfirði," segir Lúðvík og nefnir þar viljayfirlýsingu milli Skýrr og Hafnarfjarðarbæjar sem liggur fyrir og verður undirrituð á næstu dögum.