Hefðbundin dagskrá á 1. maí

Kröfuganga 1. maí í Reykjavík.
Kröfuganga 1. maí í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Hefðbundin dagskrá er í Reykjavík á morgun, 1. maí. Gengið verður frá Hlemmtorgi niður á Austurvöll þar sem útifundur fer fram. Safnast verður saman á Snorrabraut við Hlemm klukkan 13 og gangan leggur af stað klukkan 13:30. Gert er ráð fyrir að útifundurinn hefjist klukkan 14:10 og honum ljúki 15:50.

Rannveig Sigurðardóttir, verslunarmaður í VR, verður fundarstjóri en ræður flytja Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og Þorkell Einarsson, formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema. Hljómsveitin Hjaltalín leikur.

Á vef ASÍ er einnig birt dagskrá hátíðarhalda í Hafnarfirði og á landsbyggðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert