Réttarhöldin blettur á réttarfarinu

Lögreglubíll utan við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Lögreglubíll utan við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Jón Pétur

Þrá­inn Bertels­son, óháður þingmaður, sagði á Alþingi í dag að rétt­ar­höld yfir 9 ein­stak­ling­um, sem ákærðir voru fyr­ir brot gegn Alþingi og fleiri brot, væru blett­ur á réttar­far­inu.

Þrá­inn sagði, að dómsvaldið væri búið að setja rétt yfir 9 manns, sem vísað var með of­beldi af svöl­um Alþingi þar sem þeir komu með full­um rétti þeirra er­inda að vara þing og þjóð við því hruni sem yf­ir­vof­andi væri.  

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði í upp­hafi þing­fund­ar að lög­regl­an hefði í morg­un reynt með grófu of­beldi að ryðja dómssal í opnu rétt­ar­haldi. Sagði Þór að þetta hefði verið gróf aðför að rétt­ar­rík­inu.

Sagði Þór, að Alþingi hefði sjálft haft frum­kvæði að því að þetta mál væri rann­sakað og sent til sak­sókn­ara. Brýnt væri að út­skýrt væri hver aðkoma Alþing­is væri og með hvaða hætti þingið ætlaði að fjalla um þetta op­in­ber­lega „því þetta var ein­hver mesti skandall sem um get­ur og set­ur spurn­inga­merki við rétt­ar­ríkið Ísland," sagði Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert