Svört aska fellur á ný

Svartir öskutaumar voru á mjólkurbílnum þegar mjólkin var sótt á …
Svartir öskutaumar voru á mjólkurbílnum þegar mjólkin var sótt á Þorvaldseyri í morgun. mynd/Ólafur Eggertsson

Ösku­fall hófst á ný und­ir Eyja­fjöll­um í gær og seg­ir bóndi þar að þar sé nú tals­vert lag af dökkri ösku. Seg­ir hann að blett­ur­inn fram­an við húsið hafi verið hreinsaður í gær en þeki ask­an blett­inn á ný. Bleyta er í ösk­unni en nokk­ur úr­koma hef­ur verið á svæðinu í morg­un.

„Þetta byrjaði upp úr klukk­an 2 í gær og hef­ur haldið áfram síðan," sagði Guðni Jónas­son á Rauðafelli II við mbl.is í dag. Sagði hann að síst væri að draga úr ösku­fall­inu og mikið af ösku hefði nú sest að nýju á þök húsa, sem búið var að hreinsa.

Guðni sagðist hafa hreinsað ösku af drátt­ar­vél tví­veg­is í gær­kvöldi og aft­ur í morg­un en hefði ekki ekið lengi þar til framrúðan á hús­inu á drátt­ar­vél­inni var þakin ösku. 

Hann sagði, að ösku­fallið virt­ist aðallega vera á svæði frá Núpa­koti að Hrúta­felli. Ask­an sé nokkru dekkri en sú, sem féll í upp­hafi eld­goss­ins úr Eyja­fjalla­jökli.  

Ólaf­ur Eggerts­son, bóndi á Þor­valds­eyri, sagði að nokk­ur bleyta væri í ösk­unni. Greini­legt væri að þetta væri aska frá gos­inu en ekki göm­ul aska að rjúka af jökl­in­um þar sem nán­ast er logn á svæðinu.

Guðni Jónasson á Rauðafelli II með fé sitt.
Guðni Jónas­son á Rauðafelli II með fé sitt. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert