Þakka þjóðinni samfylgdina

Síðasta sjónvarpsþulan. Margrét Rós Gunnarsdóttir.
Síðasta sjónvarpsþulan. Margrét Rós Gunnarsdóttir. mbl.is

Tímamót eru hjá Sjónvarpinu en líðandi kvöld er það síðasta þar sem sjónvarpsþulur eru á vakt. „Nú er komið að leiðarlokum,“ sagði Margrét Rós Gunnarsdóttir þula þegar mbl.is ræddi við hana á heimleið af þuluvaktinni nú fyrr í kvöld.

Síðustu tvö kvöld hafa dagskrárliðir aðeins verið kynntir með skjámynd og lestri Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur leikkonu. Rétt þótti hins vegar að þulurnar væru á bakvakt færi eitthvað úrskeiðis, sem ekki gerðist. Vakt Margrétar Rósar lauk því án þess að neitt kæmi uppá.


„Þetta eru kaflaskil í fjölmiðalsögu Íslands og ég yfirgef RÚV með söknuði því þetta er frábær vinnustaður. Ég þakka þjóðinni fyrir samfylgdina,“ segir Margrét sem hefur starfað sem þula í fjögur ár þegar allt er saman talið.

Þulur hafa kynnt dagskrárliði Sjónvarpsins allt frá því það hóf útsendingar árið 1966. Margar þeirra hafa orðið þjóðkunnar og landsmönnum kærar. Má þar nefna Ásu Finnsdóttur, Rósu Ingólfsdóttur og Ragnheiði Elínu Clausen svo örfáar séu nefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert