Þakka þjóðinni samfylgdina

Síðasta sjónvarpsþulan. Margrét Rós Gunnarsdóttir.
Síðasta sjónvarpsþulan. Margrét Rós Gunnarsdóttir. mbl.is

Tíma­mót eru hjá Sjón­varp­inu en líðandi kvöld er það síðasta þar sem sjón­varpsþulur eru á vakt. „Nú er komið að leiðarlok­um,“ sagði Mar­grét Rós Gunn­ars­dótt­ir þula þegar mbl.is ræddi við hana á heim­leið af þulu­vakt­inni nú fyrr í kvöld.

Síðustu tvö kvöld hafa dag­skrárliðir aðeins verið kynnt­ir með skjá­mynd og lestri Jó­hönnu Vig­dís­ar Arn­ar­dótt­ur leik­konu. Rétt þótti hins veg­ar að þul­urn­ar væru á bakvakt færi eitt­hvað úr­skeiðis, sem ekki gerðist. Vakt Mar­grét­ar Rós­ar lauk því án þess að neitt kæmi uppá.


„Þetta eru kafla­skil í fjöl­miðal­sögu Íslands og ég yf­ir­gef RÚV með söknuði því þetta er frá­bær vinnustaður. Ég þakka þjóðinni fyr­ir sam­fylgd­ina,“ seg­ir Mar­grét sem hef­ur starfað sem þula í fjög­ur ár þegar allt er sam­an talið.

Þulur hafa kynnt dag­skrárliði Sjón­varps­ins allt frá því það hóf út­send­ing­ar árið 1966. Marg­ar þeirra hafa orðið þjóðkunn­ar og lands­mönn­um kær­ar. Má þar nefna Ásu Finns­dótt­ur, Rósu Ing­ólfs­dótt­ur og Ragn­heiði El­ínu Clausen svo ör­fá­ar séu nefnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert