Fiskistofa hefur skipt þeim 500 tonnum af skötusel, sem ákveðið var að úthluta milli þeirra báta sem sóttu um. Samkvæmt lista, sem Fiskistofa birtir á heimasíðu sinni fá um 200 bátar úthlutað kvóta, mest rúmum 2,9 tonnum á bát.
Útgerðir hafa frest til fimmtudagsins 6. maí til að greiða tilskilið gjald, sem er 120 krónur á kíló samkvæmt lögum, sem Alþingi samþykkti nýlega. Skötuselur hefur að undanförnu selst á fiskmörkuðum á 5-600 kílóið.
Listi yfir báta sem fá skötuselskvóta