Yfir 200 bátar fá skötuselskvóta

Fiski­stofa hef­ur skipt þeim 500 tonn­um af skötu­sel, sem ákveðið var að út­hluta milli þeirra báta sem sóttu um. Sam­kvæmt lista, sem Fiski­stofa birt­ir á heimasíðu sinni fá um 200 bát­ar út­hlutað kvóta, mest rúm­um 2,9 tonn­um á bát.

Útgerðir hafa frest til fimmtu­dags­ins 6. maí til að greiða til­skilið gjald, sem er 120 krón­ur á kíló sam­kvæmt lög­um, sem Alþingi samþykkti ný­lega. Skötu­sel­ur hef­ur að und­an­förnu selst á fisk­mörkuðum á 5-600 kílóið.

Listi yfir báta sem fá skötu­s­elskvóta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert