Útiloka ekki „þjóðstjórn“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

„Ég er opin fyrir því að endurskoða hvernig borginni er stjórnað, en þjóðstjórn gagnast náttúrulega ekki neinum ef allir innan stjórnarinnar eru ósammála,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.

Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri viðrað þá skoðun sína að farsælast væri að þeir flokkar sem ná kjörnum fulltrúum í borgarstjórn starfi í sameiningu eftir kosningar.

Flokkarnir hafa ekki átt í neinum viðræðum um myndun þess háttar „þjóðstjórnar“ í borgarstjórn en þeir oddvitar sem blaðamaður náði sambandi við tóku jákvætt í hugmyndina.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert