Bílalán lækka um 20-35%

Bílalánin er talin munu lækka 20-35%
Bílalánin er talin munu lækka 20-35% Ómar Óskarsson

„Við erum í grundvallaratriðum sáttir við þessa leið enda má segja að hún hafi orðið til innan okkar fyrirtækis,“ segir Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP fjármögnunar, um frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra um greiðsluaðlögun bílalána sem kynnt var í ríkisstjórn í gær.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að hækkun gengistryggðra lána verði að verulegu leyti tekin til baka og miðað við þróun verðtryggðra lána í íslenskum krónum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra telur að lánin geti lækkað um 20-35%. Hann segist jafnframt halda opnum dyrum til samkomulags við eignaleigufyrirtækin og lýsir sig reiðubúinn að draga frumvarpið til baka ef það tækist.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert