Dansóðir strákar í meirihluta

Götudans, eða Streetdance, á auknum vinsældum að fagna meðal fótalipra krakka á Íslandi. Í öllu falli er stór hópur krakka sem reglulega taka hina undarlegustu hlykki og höfuðsnúninga um leið og þeir flækja fótunum á sjálfum sér í alls kyns hnúta.

Kennari fjölmargra þeirra er Natasha Monay Royal sem á rætur sínar að rekja til New York en þar byrjaði hún að dansa á götunum tíu ára gömul. Hún kom hingað til lands árið 1997 og hefur kennt hér síðan.

Undir götudansinn falla ýmsir dansstílar, s.s. hiphop, break, krump, house og freestyle, sem  krakkarnir sem Mbl sjónvarp heimsótti á dögunum virðast vera á góðri leið með að tileinka sér . Raunar vekur athygli að í hópnum er bara ein stelpa – annars eru það strákarnir sem hafa völdin á dansgólfinu.

Ef marka má Natöshu fer þeim íslensku krökkum fjölgandi sem vilja ná valdi á dansinum. Og nemendur Natöshu eru ekki allir háir í loftinu, enda segir hún best að fá krakkana til sín sem yngsta, því þannig séu þeir óhræddastir við að takast á við sporin.

Nánar er rætt við Natöshu um götudansinn í SunnudagsMogga helgarinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert