Hægst hefur á afbókunum og fyrirspurnir vekja vonir

„Við höfum fengið töluvert af afbókunum en það hefur samt sem áður verið að hægjast á því og við erum að fá ágætar fyrirspurnir varðandi ráðstefnur og hópa fyrir næsta vetur.

Þessi umfjöllun sem landið hefur fengið er því ekki alslæm en þetta fór mjög illa af stað þegar afbókanirnar komu í hrönnum,“ segir Ingólfur Einarsson, aðstoðarhótelstjóri á Grand Hótel Reykjavík, um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli og truflana á flugumferð.

Töluvert hefur verið um afbókanir í sumar, m.a. á ráðstefnur. Ingólfur segir fréttaflutning og ekki síst gosmyndir í erlendum fjölmiðlum, auk þeirrar miklu röskunar sem varð á fluginu, hafa haft ómæld áhrif. Þegar fréttamyndir birtust af eyðibýlum og bóndabæjum sem þaktir voru ösku virðist fólk í öðrum löndum hafa litið svo á að ástandið væri líka þannig í Reykjavík.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert