Henti út potti fyrir nágranna

Slökkviliðsmaður í Þor­láks­höfn hljóp inn í hús ná­granna síns, tók pott af elda­vél sem farið var að rjúka mikið úr og fór með út. 

Ná­granni til­kynnti lög­reglu rétt eft­ir há­degið að reyk­ur kæmi út úr húsi þar sem eng­inn var heima. Slökkviliðsmaður­inn brá skjótt við þegar hann frétti af mál­inu.

Slökkvilið Bruna­varna Árnes­sýslu reykræsti húsið. Ekki er vitað hvort reyk­ur­inn skemmdi inn­bú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert