Virkni svipuð og að undanförnu

Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Eldgosið í Eyjafjallajökli. Kristinn Ingvarsson

Virkni eldgossins í Eyjafjallajökli er svipuð í dag og undanfarna daga og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökul. Allar flugferðir eru á áætlun, hvort sem er innanlands- eða millilandaflug. Annar könnunarleiðangur þýskrar rannsóknarvélar verður farinn undir hádegið.

Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins. Engu að síður mun rannsóknarflugvélinni, frá þýsku loftrannsóknarmiðstöðinni, vera flogið í dag. Áætlað er að fljúga fyrst meðfram og svo þvert á strókinn, hátt yfir honum og greina hvar askan er þéttust með leysigeisla. Þá er gert ráð fyrir lágflugi þvert á mökkinn í þeirri hæð sem hann er þéttastur.

Niðurstöður úr fyrsta flugi vélarinnar bentu til þess að aska yfir landinu sé langt undir viðmiðunarmörkum. Því er talið ólíkegt að flugsamgöngur raskist á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert