Aðstoðar Black ekki óskað sem sakir standa

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur …
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Af vef dómsmálaráðuneytisins

Sérstakur saksóknari fundaði með William Black, bandarískum lögfræðingi sem sérhæfir sig í hvítflibbaglæpum, fyrir um ári síðan. Þó það hafi ekki verið vegið eða metið sérstaklega þykir ólíklegt að aðstoðar hans verði óskað eins og sakir standa.

William Black var gestur í umræðuþætti Egils Helgasonar á RÚV í hádeginu. Áður en kom að Black sagðist Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, vilja fá Black til aðstoðar við rannsókn sérstaks saksóknara - líkt og Eva Joly.

Black var spurður út í hvort hann væri til í taka slíkt að sér og sagðist hann vera reiðubúinn til þess, en jafnframt að óvíst væri að hjálp hans yrði þegin vegna þess hve hart hann gagnrýni hluti hér.

Aðspurð vísaði Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, á sérstakan saksóknara en væri það hans að ákveða hvaða sérfræðiaðstoð þörf er á.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segist þekkja vel til skoðana Blacks enda hafi hann fundað með honum þegar Black kom hingað til lands fyrir um ári síðan. Eins og sakir standa standi ekki til að óska eftir aðstoðar hans við rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert