Bréfberum sagt upp

Selfoss. Breytt póstþjónusta vekur deilur.
Selfoss. Breytt póstþjónusta vekur deilur. mbl.is/Árni Sæberg

Tólf bréf­ber­um hef­ur verið sagt upp störf­um hjá Póst­in­um á Sel­fossi en boðin end­ur­ráðning með minna starfs­hlut­falli. Veru­leg óánægja er meðal starfs­manna vegna þessa.

Sjö af þess­um tólf bréf­ber­um hafa ákveðið að að gang­ast við til­boði fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir á Sunn­lenka.is Flest­ir sem um ræðir voru í 85 til 100 pró­sent starfi en er nú boðið að minnka hlut­fallið í 60 pró­sent. Óánægj­an felst einnig í því að ráðgert er að stækka svæði bréf­bera og fjölga hús­um á hvern þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert