Dökkgrátt öskuský liggur suðaustur

Öskuskýið og gufubólstarnir sjást vel á vefmyndavél Vodafone sem staðsett …
Öskuskýið og gufubólstarnir sjást vel á vefmyndavél Vodafone sem staðsett er á Þórólfsfelli í Fljótshlíð. Af vefmyndavél Vodafone

Dökkgrá öskuský stíga upp frá Eyjafjallajökli. Þar sem norðvestan átt er á svæðinu liggur það í sauðaustur. Ef aska fellur úr því í byggð má búast við henni öðru hvoru megin við Sólheimasand. 

Í gær sáust öskuskýin upp í fjögurra kílómetra hæð. Þá féll dökk grófkorna aska við Ytri-Sólheima. Lögreglan á Hvolsvelli hafði í morgun ekki fengið neinar upplýsingar um öskufall í byggð í nótt.

Drunur heyrast við Eyjafjöllin.

Veðurstofan spáir vestan- og norðvestanáttum eftir helgi með rigningu. Því má reikna með að mökkurinn leggi meira til austurs en í dag.

Auk dökka öskuskýsins leggur hvítan gufumökk upp af Gígjökli, eins og sjá má á vefmyndavélum Mílu og Vodafone.

Samkvæmt upplýsingum vísindamanna Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýnir efsti hluti gufumakkarins stöðu hraunsins þar sem það rennur hægt frá eldstöðinni í áttina að Gígjökli. Mesta orka hraunsins fer í að bræða ís.

Neðri bólstarnir rísa upp af heitu bræðsluvatni.

Klepragígurinn heldur áfram að hlaðast upp í nyrsta ískatlinum og ekkert virðist draga úr krafti gossins, frá því sem verið hefur síðustu daga. Gígurinn er um 200 metrar að þvermáli og nálgast yfirborð jökulsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka