Dökkgrátt öskuský liggur suðaustur

Öskuskýið og gufubólstarnir sjást vel á vefmyndavél Vodafone sem staðsett …
Öskuskýið og gufubólstarnir sjást vel á vefmyndavél Vodafone sem staðsett er á Þórólfsfelli í Fljótshlíð. Af vefmyndavél Vodafone

Dökk­grá ösku­ský stíga upp frá Eyja­fjalla­jökli. Þar sem norðvest­an átt er á svæðinu ligg­ur það í sauðaust­ur. Ef aska fell­ur úr því í byggð má bú­ast við henni öðru hvoru meg­in við Sól­heimasand. 

Í gær sáust ösku­ský­in upp í fjög­urra kíló­metra hæð. Þá féll dökk gróf­korna aska við Ytri-Sól­heima. Lög­regl­an á Hvols­velli hafði í morg­un ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um ösku­fall í byggð í nótt.

Drun­ur heyr­ast við Eyja­fjöll­in.

Veður­stof­an spá­ir vest­an- og norðvestanátt­um eft­ir helgi með rign­ingu. Því má reikna með að mökk­ur­inn leggi meira til aust­urs en í dag.

Auk dökka ösku­skýs­ins legg­ur hvít­an gufu­mökk upp af Gíg­jökli, eins og sjá má á vef­mynda­vél­um Mílu og Voda­fo­ne.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um vís­inda­manna Veður­stofu Íslands og Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands sýn­ir efsti hluti gufumakk­ar­ins stöðu hrauns­ins þar sem það renn­ur hægt frá eld­stöðinni í átt­ina að Gíg­jökli. Mesta orka hrauns­ins fer í að bræða ís.

Neðri bólst­arn­ir rísa upp af heitu bræðslu­vatni.

Klepragíg­ur­inn held­ur áfram að hlaðast upp í nyrsta ískatl­in­um og ekk­ert virðist draga úr krafti goss­ins, frá því sem verið hef­ur síðustu daga. Gíg­ur­inn er um 200 metr­ar að þver­máli og nálg­ast yf­ir­borð jök­uls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert