Gosvirkni aukist töluvert

Mynd úr vefmyndavél Vodafone í dag.
Mynd úr vefmyndavél Vodafone í dag. Ljósmynd/Vodafone.is/eldgos

Mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands benda til þess að gos­virkni hafi auk­ist nokkuð und­an­farn­ar klukku­stund­ir. Þetta fékkst staðfest á Veður­stof­unni þar sem áfram er grannt fylgst með virkn­inni. Óvíst er þó hvaða þýðingu auk­in virkni kann að hafa.

Ein skýr­ing á auk­inni virkni kann að vera sú að hraunið sé komið niður í hall­an og eng­in fyr­ir­staða er fyr­ir hendi. Ef svo kemst hraunið hraðar niður úr og einnig hraðar upp úr, en virkn­in er í raun­inni mæl­ing­ar á flæði kvik­unn­ar neðanj­arðar. Þetta eru þó aðeins get­gát­ur.

Á vef­mynda­vél Voda­fo­ne má sjá hvít­an gufu­mökk leggja niður Gíg­jök­ul. Efsti hluti makk­ar­ins merk­ir stöðu hrauns og þeir neðri rísa upp af heitu bræðslu­vatni.

Í minn­is­blaði Jarðvís­inda­stofn­unn­ar Há­skóla Íslands og Veður­stofu Íslands frá því í gær­kvöldi seg­ir að upp­hleðsla klepragígs haldi áfram og virðist ekk­ert draga úr krafti goss­ins. Gíg­ur­inn sé 200 metr­ar í þver­máli og nálg­ist yf­ir­borð jök­uls­ins. Hraun renni hægt frá gígn­um og fer mesta orka þess í að bræða ís.

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að órói hefur aukist töluvert.
Mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands sýna að órói hef­ur auk­ist tölu­vert. Mynd/​ved­ur.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert