Hlegið í dag

Hláturinn lengir lífið.
Hláturinn lengir lífið. Reuters

Hláturkætiklúbburinn stendur fyrir hláturgöngu í Laugardalnum í dag, á alþjóðlega hláturdeginum.

Farið verður frá gömlu þvottalaugunum klukkan 13 og gengið um dalinn. Á leiðinni verður sungið og farið í hláturæfingar. Allir eru velkomnir, samkvæmt upplýsingum skipuleggjenda.

Alþjóðlegi hláturdagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í maí á hverju ári. Tilgangurinn er að efla góða heilsu, gleði og alheimsfrið með því að hlæja. 

Stofnandi hreyfingarinnar hvetur alla til að hlæja án nokkurra skilyrða í að minnsta kosti eina mínútu í dag og standa síðan þegjandi í hálfa mínútu og biðja fyrir friði í heiminum.

Hláturjógahreyfingin var stofnuð á Indlandi á árinu 1995 og hefur breiðst út til 65 landa. Hún á að stuðla að bættri heilsu, bæði andlega og líkamlega, og bæta samskipti milli fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert