„Raddir fólksins“ með kaffihúsafund

„Raddir fólksins“ boða til kaffihúsafundar á Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15 í Reykjavík í dag. Páll Skúlason prófessor í heimspeki ræðir „um nauðsyn þess að rækta ríkið“. Fundurinn hefst klukkan 15.

Hörður Torfason segir í tilkynningu að nokkra sunnudaga í maí verði kaffihúsaspjall um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá. Fundurinn í dag er sá fyrsti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert