Ætla að marka nýja leið yfir Fimmvörðuhálsinn

Frá gosinu á fimmvörðuhálsi.
Frá gosinu á fimmvörðuhálsi. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyrir að gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls verði opnuð í júní. Hraun lagðist yfir hina fjölförnu leið á um 300 metrum á hálsinum í gosinu á dögunum og voru efasemdir um hvort leiðin yrði fær í sumar.

Leiðin ætti hins vegar að verða öllum fær, að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands.

„Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að ekki megi marka nýja leið þar sem hraunið rann yfir á Bröttufönn. Að vísu kann nýrunnið hraunið þar að vera hvasst og því er mikilvægt að fólk fylgi markaðri slóð,“ segir Páll.

Hann segir bæði Ferðafélagsmenn og forystu Útivistar hafa litið svo á að mikilvægt væri að halda leiðinni yfir Fimmvörðuháls opinni. Um 10 þúsund manns ganga hana á ári hverju og hún er ein sú fjölfarnasta á landinu.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert