Aska seld til útlanda

Eldfjallaaskan gerir bændum lífið leitt á margan hátt.
Eldfjallaaskan gerir bændum lífið leitt á margan hátt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vef­versl­un­in nammi.is, sem um ára­bil hef­ur selt ís­lensk­ar vör­ur og sent til út­landa, býður nú viðskipta­vin­um sín­um að kaupa sýn­is­horn af eld­gosa­ösku úr Eyja­fjalla­jökli - ösk­unni sem lamaði farþega­flug á stór­um hluta meg­in­lands Evr­ópu dög­um sam­an í síðasta mánuði. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

„Það er nokk­ur kald­hæðni í því fólg­in að efnið sem millj­ón­ir manna bölvuðu há­stöf­um fyr­ir nokkr­um dög­um skuli nú vera eft­ir­sótt versl­un­ar­vara. Má leiða lík­um að því að spenn­ing­ur sé fyr­ir því að eiga sýn­is­horn af or­saka­valdi mestu rask­ana sög­unn­ar á flug­sam­göng­um, og þar með eign­ast sýn­is­horn af ný­skrifuðum kafla í sög­unni," seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

All­ur ágóði af söl­unni á Eyja­fjalla­jök­ul­sösk­unni renn­ur til Lands­bjarg­ar, sem vinn­ur hörðum hönd­um við að tryggja ör­yggi þeirra sem búa á svæðinu und­ir Eyja­fjalla­jökli ásamt því að aðstoða við hreins­un svæðis­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert