Erna Friðriksdóttir íþróttamaður UÍA

Erna Friðriksdóttir.
Erna Friðriksdóttir.

Erna Friðriksdóttir, 23 ára skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, hefur verið valin íþróttamaður UÍA (Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands) fyrir árið 2009. Viðurkenningar fyrir það fékk hún afhentar í gær.

Erna varð á seinasta ári fyrst Íslendinga til að tryggja sér þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra, sem fram fóru í Vancouver í Kanada í mars.

Erna hefur æft bæði á Íslandi og í  Bandaríkjunum en undanfarna fjóra vetur hefur hún æft í Winterpark í  Colorado í Bandaríkjunum. Árangur hennar má að miklu leyti þakka þeim æfingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert