Guðlaugur hyggst ekki víkja

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Ómar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Hann telur að ef menn skoði verk sín af sanngirni þá geti þeir ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að hann hafi verið að vinna með hag almennings að leiðarljósi og ekki látið neina aðra hagsmuni þvælast fyrir.

Guðlaugur þáði 24,8 milljónir króna í styrki fyrir kosningarnar 2007. Enginn þáði hærri styrki samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar. Guðlaugur segir að þetta segi þó ekki alla söguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert