Már myndi ekki þiggja launahækkunina

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir það ekki hafa komið til greina af sinni hálfu að þiggja 400 þúsund króna launahækkun en tillaga þess efnis var á borði bankaráðs Seðlabankans.

Már sagði í viðtali við Stöð 2 að hann hafi ekki vitað til þess að hækkun á launum hans væru í farvatninu og segir líklegt að hann hefði hafnað slíku hefði slíkt komið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka