Mistakafrelsið mikilvægt

Hugmyndahús Háskólanna fagnar nú eins árs afmæli. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri hússins segir starfsemina gríðarlega mikilvæga. Mörg þeirra fyrirtæki sem hafa haft aðstöðu í húsinu séu nú komin á legg. Hún segir svona aðstöðu einnig skapa mistakafrelsi sem einnig sé mjög mikilvægt.

Í tilefni af afmælinu opnaði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra nýjan vef í húsakynnum hugmyndahússins á Granda.

Hugmyndahúsið er rekið af Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík, en verið er að kanna aðkomu annarra háskóla að verkefninu um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert