Vel hefur aflast á kolmunnamiðum suður af Færeyjum undanfarið og eiga mörg skipanna lítið eftir af kvóta sínum. Aflamark íslensku skipanna er 83.407 tonn og er aflinn orðinn um 60 þúsund tonn.
Fækkað hefur á miðunum síðustu daga og voru þrjú skip að veiðum þar í gær, en algengt hefur verið að þar væri um tugur íslenskra skipa innan um rússnesk skip og færeysk.
Sjá nánar um kolmunnaveiðina í Morgunblaðinu í dag.