Skemmdarverk á bátum í Grófinni

Smábátahöfnin í Reykjanesbæ. Í baksýn má sjá heimili Skessunnar sem …
Smábátahöfnin í Reykjanesbæ. Í baksýn má sjá heimili Skessunnar sem orðið hefur fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Töluverðar skemmdir voru unnar á bátum í smábátahöfninni í Grófinni í Reykjanesbæ um helgina. Auk þess var um fjörutíu lítrum af eldsneyti stolið úr einum bátnum og brotist inn í húsnæði Skessunnar sem er listaverk Herdísar Egilsdóttur.

Víkurfréttir greindu frá skemmdarverkunum auk þess sem rætt var við smábátasjómenn. Þeir vilja að komið verði upp eftirlitsmyndavélum við smábátahöfnina sem myndi auðvelda lögreglu að hafa hendur í hári skemmdarvarga.

Tvívegis hefur verið brotist inn í húsnæði Skessunnar. Í öðru innbrotinu varð „snuddutré“ fyrir árás skemmdarvarga en í hinu innbrotinu var kista sem hefur að geyma peningagjafir til barna efnalítilla foreldra brotin upp og peningum stolið úr henni.

Frétt Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert