Skorar á Láru að draga tillögu til baka

Skúli Helgason
Skúli Helgason

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Láru V. Júlíusdóttir, formann bankaráðs Seðlabanka Íslands, að draga tillögu um að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði til baka.

Í pistli sem Skúli ritar á Pressunni kemur fram að  tillaga um að hækka laun Seðlabankastjóra um 400 þúsund krónur á mánuði sýni að það lifa að minnsta kosti tvær þjóðir í þessu landi. 

„Önnur sem fylgist með fréttum og heyrir þjóðina tala og hin sem ber ekki skynbragð á það að allt hefur breyst eftir hrun bankakerfisins og nú þurfum við að sameinast um að bera ÖLL SAMAN þyngri byrðar, a.m.k. tímabundið meðan við vinnum okkur út úr kreppunni.

Seðlabankastjóri er með tæpar 1300 þúsund krónur í laun á mánuði.  Það er kappnóg fyrir hvaða stöðu sem er hjá hinu opinbera og engin þörf á því að hækka þau laun næstu misserin.  

Pistill Skúla í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert