Tveimur starfsmönnum Þjóðleikhússins var sagt upp nú um mánaðamótin og tveimur boðið lægra starfshlutfall. Að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur, Þjóðleikhússtjóra, er um eðlilegar breytingar að ræða að vori en engum leikara var sagt upp.
Hún segir að Þjóðleikhúsið þurfi að hagræða líkt og aðrir og nú sé verið að undirbúa næsta starfsár og uppsagnirnar liður í þeim undirbúningi. Ekki hefur þurft að lækka laun starfsfólks Þjóðleikhússins líkt og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum.