Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa mælt rennsli og tekið sýni við Markarfljót af flóðum sem koma reglulega undan Gígjökli vegna bræðsluvatns frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Vatnshitamælir er við gömlu Markarfljótsbrúna og í morgun mældist hitastig vatnsins vera um 17°C.
Mikill gufu- og gjóskumökkur er enn greinilegur í Eyjafjallajökli.
Gosórói jókst í gær. Aukningin gæti verið vegna samspils íss og hrauns í Gígjökli eða breytinga í gosrás. Engir jarðskjálftar mældust við Eyjafjallajökul í gær. Ekkert bendir til gosloka.
Sprengigosið (framleiðsla gjósku) hefur heldur aukist undanfarna
sólarhringa og er flæði gjósku upp úr gígnum talið vera 10-20 tonn/s.
Erfiðara er að meta breytingar á hraunflæði og því ekki vitað hvort það
hefur aukist.