Hraunið rennur í rykkjum

Hraunið kemur senn niður á aurarnar undan Gígjökli.
Hraunið kemur senn niður á aurarnar undan Gígjökli. Ljósmynd/Vodafone.is/eldgos

Óvissa ríkir um það hversu hratt hraunið úr Eyjafjallajökli rennur niður Gígjökul. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að hraunið hafi runnið frekar hægt frá gígnum til þessa en fylgjast þurfi vel með.

Björn Oddsson jarðfræðingur áætlar að hraunið eigi um einn og hálfan kílómetra eftir af jöklinum. Hann segir að það renni fram í þrepum og skríði hratt fram þegar það komist í göt í jöklinum og rásir eftir bræðsluvatnið, eins og gerðist í fyrradag. Hann reiknar með því að hraunið nái aurunum neðan við jökulinn einhvern næstu daga.

Sjá nánar um eldgosið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert