Íbúðalánasjóður fær að bjóða kaupleigurétt

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðismál. Í frumvarpinu felst heimild til Íbúðalánasjóðs um að bjóða kaupleigurétt á íbúðum sem sjóðurinn hefur keypt á uppboði, og mun húsaleiga taka mið af markaðsleigu á viðkomandi stað.

Jafnframt verður í frumvarpinu að finna ákvæði um lánveitingar til húsnæðissamvinnufélaga til að styrkja starfsemi þeirra en í því felst að húsnæðissamvinnufélögum verður auðveldað að endurfjármagna búsetuíbúðir þegar skipt er um búseturéttarhafa.

Ennfremur verður Íbúðalánasjóði veittar tímabundnar heimildir til lánveitinga vegna endurbóta á húsnæði, meðal annars til þess að fyrirtæki og stofnanir geti aukið aðgengi fatlaðra að húsnæði sínu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert