Ásbjörn Valgeirsson, bóndi á Lónsá við Akureyri, er einn af mörgum íbúum við Eyjafjörð sem eru í verulegum fjárhagserfiðleikum vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóði Norðurlands.
„Við vorum sannfærð um það af jakkafataklæddum mönnum úr Reykjavík að við þyrftum ekkert að hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Starfsmenn Glitnis hefðu talið fólki trú um að lán sem það tók fyrir stofnfjáraukningunni væru áhættulaus, í mesta lagi myndi það tapa bréfunum. Íslandsbanki gerir nú kröfu um að lánin verði greidd til baka.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.