Strandveiðar heimilaðar fjóra daga í viku út ágúst

Strandveiðar verða heimilaðar frá mánudegi til fimmtudags frá 10. maí út ágúst, að fengnu leyfi Fiskistofu.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í gær út reglugerð um fyrirkomulag veiðanna í sumar. Óheimilt verður að veiða á uppstigningardag, annan í hvítasunnu, 17. júní og á frídegi verslunarmanna.

Sjá nánar um strandveiðarnar og fyrirkomulag þeirra í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert