Tillagan líklega afturkölluð

Seðlabankinn. Bankastjórinn fær líklega ekki launabætur.
Seðlabankinn. Bankastjórinn fær líklega ekki launabætur. Júlíus Sigurjónsson

Likur á því að tillaga í bankastjórn Seðalbanka Íslands um launahækkun til handa Má Guðmundsson bankastjóra verði dregin til baka, hafa aukist. Þetta helgast, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, meðal annars af umræðunni úti í samfélaginu.

Annar þáttur sem hefur áhrif er afstaða seðlabankastjórans sjálfs sem segist ekki mundu taka við hærri launum. Þá ræður miklu sú afstaða ríkisstjórnarinnar sem hefur markað þástefnu að enginn skuli vera með hærri laun en forsætisráðherra.

Laun seðlabankastjóra eru í dag, skv. úrskurði kjararáðs, tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði en tillagan í bankaráðinu er að þau verði fjögur hundruð þúsund krónum hærri. Innan ráðsins er raunar litið svo á að ekki sé verið að hækka laun heldur verið að tryggja núverandi bankastjóra þau kjör sem hann var ráðinn uppá - það er að þau yrði hin sömu og fyrirrennari hans, Svein Harald Öygård, hafði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert