Tilkynningar hafa borist til almannavarna um drunur frá nokkrum stöðum á landinu. Í gærdag heyrðust drunur á Vesturlandi og nú í nótt og í morgun heyrðust svipaðar drunur á Suðurnesjum og á Mýrum.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru drunurnar líklega frá Eyjafjallajökli og berast svona langt vegna veðurskilyrða og raka í andrúmsloftinu. Verið er að kanna málið frekar.